Við Austurmörk og Sunnumörk rísa nú 7 fjöleignahús með samtals 80 íbúðum.
Íbúðirnar er byggðar samkvæmt ströngustu kröfum Umhverfisstofnunar til að geta hlotið Svansvottun við lok framkvæmda.
ÍbúðirÍ Hveragerði er öflugt íþróttastarf og mörg tækifæri til útivistar og afþreyingar, til dæmis Golfvöllurinn í Gufudal, sundlaugin í Laugaskarði og jarðhitaparadísin í Reykjadal. Einnig má nefna náttúruperlur á borð við Hveragarðinn, lystigarðinn og Varmá sem liðast í gegnum miðbæinn, Hamarinn og fjölbreytta göngustíga.
Í bænum er margvísleg menningarstarfsemi fyrir alla aldurshópa, þar með talið bókasafn og Listasafn Árnesinga. Menningar- og fjölskylduhátíðin Blómstrandi dagar er árlegur viðburður og á fastan sess í bæjarlífinu. Eins má nefna mikla grósku í veitingalífi bæjarins. Úrval spennandi veitingastaða þar sem hráefni úr héraði er í heiðri haft fer sívaxandi
Það er JÁVERK mikið keppikefli að byggja hús sem standast nútímakröfur um heilnæmi og endingu. Þess vegna stefnum við að því að húsin verði Svansvottuð en það er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
Lestu meira