Lífsferilsgreining

Lífsferilsgreining (eða vistferilsgreining, e. life cycle assessment, LCA) er stöðluð aðferðafræði sem notuð er til að meta heildstæð umhverfisáhrif vöru eða þjónustu (staðbundin og hnattræn) yfir allan líftímann, með öðrum orðum frá vöggu til grafar.

Með henni eru kortlögð umhverfisáhrif vegna öflunar hráefna, flutninga, framleiðslu, notkunar og úrgangsmeðhöndlunar fyrir viðkomandi vöru eða þjónustu.

JÁVERK skilar lífsferilsgreiningu fyrir Tívolíreitinn í Hveragerði

JÁVERK, verktakafyrirtæki, hefur að eigin frumkvæði skilað inn lífsferilsgreiningu (LCA) í LCA skilagátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fyrir verkefni við gamla Tívolí-reitinn í Hveragerði. Þetta er gert með það að markmiði að ná utan um kolefnislosun fyrirtækisins og vinna að því að minnka hana.

Lestu meira
Tívolíbyggð